þjónusta

silk screen, silk screening, art

silkiprentun

Silkiprentun ( screen printing ) er elsta prentaðferðin, og á hún uppruna í Kína. Hún heitir fleiri nöfnum, svo sem Skermaprentun eða Sáldþrykk, en ég vil halda í nafnið Silkiprentun. Og er það vegna þess að það tengir hana við uppruna sinn, en þá voru notaðir silkiþræðir við gerð prentrammanna, og bleki skafið í gegnum þau mót sem gerð voru á silkinetið. Hjá Prentsýn silkiprentum við á ýmislegt, og er þar helst að nefna transfermerki sem eru prentuð á sérstakan pappír og límborin. Þau eru svo notuð til að merkja ýmiskonar fatnað svo sem vinnufatnað. Transfermerki eru mjög hentug þar sem hægt er að geyma þann hluta sem er kannski umframprentað til frekari nota seinna.

stafræn prentun

Stafræn prentun er hágæða prentun á límmiða, bannera, striga, filmur í glugga og fleira. Við notum stafrænan prentara frá Roland sem gefur okkur möguleika á að prenta og skera út merki sem hægt er að þrykkja á fatnað.

Við stafræna prentun þarf ekki sama undirbúning og við silkiprentun, og er því mjög haghvæmt fyrir minni verk.

mercedes, typewriter, antiques
technology, pressure, lead set

útskurður

Við bjóðum útskurð í efni sem hægt er að hitaþrykkja á fatnað, mjög hentugt til merkinga á litlu magni, eða til að nafnamerkja flíkur

útsaumur

Útsaumuð merki eru falleg og njóta vaxandi vinsælda.
Nafnamerkt handklæði og flísteppi eru skemmtilegar gjafir.

Margir fallegir litir í boði í handklæðum 70×140 cm.

sewing machine, sewing, antique