um okkur
Stofnað 1999
Prentsýn var stofnað árið 1999, og opnaði 1. október sama ár starfsstöð á Skemmuvegi í Kópavogi. Síðar fluttist fyrirtækið að Nýbýlavegi, og var þar í nokkur ár, í dag erum við staðsett í eigin húsnæði í Rauðhellu 1 Hafnarfirði.
Stofnandi var Gunnar Ólafur Einarsson og eru hann og Ragnheiður Þorsteinsdóttir eiginkona hans eigendur í dag. Hjá Prentsýn hefur verið unnið við merkingar á T-bolum og fatnaði frá upphafi. Í dag er framleiðslan fjölbreytt, þó transfer merki séu aðal framleiðslan, og höfum við unnið sérstaklega að sérhæfingu á því sviði.
Við hlökkum til að þjónusta þig.
Gunnar & Ragnheiður
silkiprentun
Hjá Prentsýn silkiprentum við á ýmislegt, og er þar helst að nefna transfermerki sem eru prentuð á sérstakan pappír og límborin. Þau eru svo notuð til að merkja ýmiskonar fatnað svo sem vinnufatnað.
stafræn prentun
Stafræn prentun er hágæða prentun á límmiða, bannera, striga, filmur í glugga og fleira. Við notum stafrænan prentara frá Roland sem gefur okkur möguleika á að prenta og skera út merki sem hægt er að þrykkja á fatnað.
útskurður
Við bjóðum útskurð í efni sem hægt er að hitaþrykkja á fatnað, mjög hentugt til merkinga á litlu magni, eða til að nafnamerkja flíkur.