Silkiprentun ( screen printing ) er elsta prentaðferðin, og á hún uppruna í Kína. Hún heitir fleiri nöfnum, svo sem Skermaprentun eða Sáldþrykk, en ég vil halda í nafnið Silkiprentun. Og er það vegna þess að það tengir hana við uppruna sinn, en þá voru notaðir silkiþræðir við gerð prentrammanna, og bleki skafið í gegnum þau mót sem gerð voru á silkinetið.  Hjá Prentsýn silkiprentum við á ýmislegt, og er þar helst að nefna transfermerki sem eru prentuð á sérstakan pappír og límborin.  Þau eru svo notuð til að merkja ýmiskonar fatnað svo sem vinnufatnað. Transfermerki eru mjög hentug þar sem hægt er að geyma þann hluta sem er kannski umfamprentað til frekari nota seinna.

 

 

Prentsřn ľ Merkjasaumur ľ Rau­hella 1 ľ 221 Hafnarfj÷r­ur ľ prentsyn@prentsyn.is ľ SÝmi 557 8900 ľ 557 1415
© 2007 Uppsetning og h÷nnun Hřsir.is