Prentsýn var stofnað árið 1999, og opnaði 1. október sama ár starfsstöð á Skemmuvegi í Kópavogi. Síðar fluttist fyrirtækið að Nýbýlavegi, og var þar í nokkur ár, í dag erum við staðsett í eigin húsnæði í Rauðhellu 1 Hafnarfirði.  Stofnandi var Gunnar Ólafur Einarsson og eru hann og Ragnheiður Þorsteinsdóttir eiginkona hans eigendur í dag. Hjá Prentsýn hefur verið unnið við merkingar á T-bolum og fatnaði frá upphafi. Í dag er framleiðslan fjölbreytt, þó transfer merki séu aðal framleiðslan, og höfum við  unnið sérstaklega að sérhæfingu á því sviði.

Prentsřn ľ Merkjasaumur ľ Rau­hella 1 ľ 221 Hafnarfj÷r­ur ľ prentsyn@prentsyn.is ľ SÝmi 557 8900 ľ 557 1415
© 2007 Uppsetning og h÷nnun Hřsir.is